Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 13:21 Séð yfir Vaglaskóg og gömlu Fnjóskárbrúna. Tónleikasvæðið verður á níu hektara túni í skóginum. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson/Vísir/Viktor Freyr Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. Stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo, Vor í Vaglaskógi, fara fram laugardaginn næstkomandi í Vaglaskógi. Uppselt varð á tónleikana á örskotstundu en um er að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015. Jakob Frímann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar tónleikarnir voru til umræðu og skipulagning þeirra. Hann segir að best væri að sem flestir færu á tónleikasvæðið með rútuferðum frá Glerártorgi sem tónleikahaldarar bjóða upp á. Hægt sé að panta sæti á sba.is „Það er hægt að fara með sætaferðum klukkan ellefu, tólf, eitt, tvö, þrjú, fjögur, og fimm, og það er ódýrara að stökkva upp í rútu sem sækir þig síðan að tónleikum afloknum, heldur en að aka í gegnum göngin fram og til baka.“ „Skipulagið er þannig að frumkvæði lögreglu, að það er byrjað að hleypa inn á föstudagseftirmiðdag, eftir klukkan fjögur geta menn komið sem ætla vera og gista, aðfararnótt laugardags og aðfararnótt sunnudags.“ „Ef þú ætlar að tjalda, þá færðu bara stæði fyrir bílinn, þá ertu ekkert að hreyfa hann fyrr en að afloknum tónleikum.“ „Það er bara fínt, þetta er allt innifalið, það eru engin bílastæðagjöld eða tjaldstæðagjöld, þetta er bara innifalið í einhverjum ódýrasta miða sem að boðinn hefur verið á tónleika, hvað þá tónlistarhátíð í átta tíma hjá heimsfrægri hljómsveit,“ segir Jakob. Fyrir þá sem ekki ætla að tjalda sé langbest að taka rútuna, sem hafi forgangsaðgengi að svæðinu. „Síðan ef þú kemur eftir klukkan 14 á laugardaginn, þá lokar lögreglan fyrir umferð en þá verður þú að leggja bílnum í tveggja kílómetra fjarlægð, og þá eru skutlur sem skutla þér.“ Miðarnir kláruðust áður en byrjað var að auglýsa Jakob segir að hann hafi staðið fyrir mörgum stórum viðburðum á sínum ferli, en hann hafi aldrei fengið jafn samhljóma jákvæð viðbrögð og nú. „Lögregla, slökkvilið, sjúkralið, hjálparsveita, heimamanna í Fnjóskadal, þetta er bara eins og einn samstilltur mótor sem vill láta viðburðinn heppnast upp á tíu.“ Hann segir að um sjö þúsund manns séu með miða, og það sé hæglega pláss fyrir allt fólkið. „Já þetta er nefnilega gríðarlega vel af guði gert þetta svæði. Það eru sjö þúsund manns sem komast þarna inn, en það hefðu getað verið tuttugu þúsund held ég, en miðarnir kláruðust áður en byrjað var að auglýsa.“ Níu hektara tún Jakob segir svo frá tilurð lagsins Vor í Vaglaskógi, sem varð heimsfrægt í flutningi Kaelo. „Þetta er falleg rómantísk flétta þegar Kristján frá Djúpalæk fer í Vaglaskóg, hrífst af þessum yndislega stað. Hann fer í picnic, fer heim og semur ljóðið Vor í Vaglaskógi.“ „Jónas Jónasson útvarpsmaður og fyrsti útvarpsstjóri Rúv á Akureyri semur lagið. Ingimar Eydal tekur lagið, útsetur, fær Villa Vill að syngja það.“ „Svo þrjátíu árum síðar kemur næsta kynslóð, tekur lagið til endurflutnings og til endurútgáfu. Það markar upphaf einhverrar mestu sigurgöngu íslenskra tónlistarmanna í háa herrans tíð, ef ekki frá upphafi,“ segir Jakob. Kaleo, sem hann segir kraftmestu og víðförlustu hljómsveit Íslands undanfarin ár, taki svo lagið á öllum tónleikum. „Þetta er mest spilaða lag á íslensku sem hefur verið samið,“ segir Jakob. Jakob segir að hátíðarsvæðið verði á níu hektara túni. Bílarnir verði syðst í túninu, síðan komi tjaldstæði vel afgirt frá bílastæðunum, og svo tónleikasvæðið sjálft. „Það verður matar- og veitingaþorp þar, og salernisaðastaða og allt sem þarf til að láta svona viðburð verða upp á tíu.“ Dagskrá hefst á laugardaginn klukkan 14, þegar plötusnúðurinn Doctor Victor þeytir skífum í klukkustund. Svo stíga sjálfir Kaleo-menn á stokk klukkan 15 og flytja órafmagnaða „unplugged“ dagskrá í varðeldastíl. Í kjölfarið hefst svo tónlistarveisla þar sem fjölmargir listamenn stíga á stokk. Sigrún Stella, Svavar Knútur, Soffía Björg, Bear the Ant, Jack Magnet, Júníus Meyvant, og Hjálmar koma fram áður en komið er að hápunkti kvöldsins þegar Kaleo stígur aftur á stokk klukkan níu. Hægt er að lesa meira um dagskrána á vefsíðu tónlistarhátíðarinnar. Tónleikar á Íslandi Tónlist Bítið Bylgjan Kaleo Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. 2. júlí 2025 20:54 „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. 12. júlí 2025 07:02 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo, Vor í Vaglaskógi, fara fram laugardaginn næstkomandi í Vaglaskógi. Uppselt varð á tónleikana á örskotstundu en um er að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015. Jakob Frímann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar tónleikarnir voru til umræðu og skipulagning þeirra. Hann segir að best væri að sem flestir færu á tónleikasvæðið með rútuferðum frá Glerártorgi sem tónleikahaldarar bjóða upp á. Hægt sé að panta sæti á sba.is „Það er hægt að fara með sætaferðum klukkan ellefu, tólf, eitt, tvö, þrjú, fjögur, og fimm, og það er ódýrara að stökkva upp í rútu sem sækir þig síðan að tónleikum afloknum, heldur en að aka í gegnum göngin fram og til baka.“ „Skipulagið er þannig að frumkvæði lögreglu, að það er byrjað að hleypa inn á föstudagseftirmiðdag, eftir klukkan fjögur geta menn komið sem ætla vera og gista, aðfararnótt laugardags og aðfararnótt sunnudags.“ „Ef þú ætlar að tjalda, þá færðu bara stæði fyrir bílinn, þá ertu ekkert að hreyfa hann fyrr en að afloknum tónleikum.“ „Það er bara fínt, þetta er allt innifalið, það eru engin bílastæðagjöld eða tjaldstæðagjöld, þetta er bara innifalið í einhverjum ódýrasta miða sem að boðinn hefur verið á tónleika, hvað þá tónlistarhátíð í átta tíma hjá heimsfrægri hljómsveit,“ segir Jakob. Fyrir þá sem ekki ætla að tjalda sé langbest að taka rútuna, sem hafi forgangsaðgengi að svæðinu. „Síðan ef þú kemur eftir klukkan 14 á laugardaginn, þá lokar lögreglan fyrir umferð en þá verður þú að leggja bílnum í tveggja kílómetra fjarlægð, og þá eru skutlur sem skutla þér.“ Miðarnir kláruðust áður en byrjað var að auglýsa Jakob segir að hann hafi staðið fyrir mörgum stórum viðburðum á sínum ferli, en hann hafi aldrei fengið jafn samhljóma jákvæð viðbrögð og nú. „Lögregla, slökkvilið, sjúkralið, hjálparsveita, heimamanna í Fnjóskadal, þetta er bara eins og einn samstilltur mótor sem vill láta viðburðinn heppnast upp á tíu.“ Hann segir að um sjö þúsund manns séu með miða, og það sé hæglega pláss fyrir allt fólkið. „Já þetta er nefnilega gríðarlega vel af guði gert þetta svæði. Það eru sjö þúsund manns sem komast þarna inn, en það hefðu getað verið tuttugu þúsund held ég, en miðarnir kláruðust áður en byrjað var að auglýsa.“ Níu hektara tún Jakob segir svo frá tilurð lagsins Vor í Vaglaskógi, sem varð heimsfrægt í flutningi Kaelo. „Þetta er falleg rómantísk flétta þegar Kristján frá Djúpalæk fer í Vaglaskóg, hrífst af þessum yndislega stað. Hann fer í picnic, fer heim og semur ljóðið Vor í Vaglaskógi.“ „Jónas Jónasson útvarpsmaður og fyrsti útvarpsstjóri Rúv á Akureyri semur lagið. Ingimar Eydal tekur lagið, útsetur, fær Villa Vill að syngja það.“ „Svo þrjátíu árum síðar kemur næsta kynslóð, tekur lagið til endurflutnings og til endurútgáfu. Það markar upphaf einhverrar mestu sigurgöngu íslenskra tónlistarmanna í háa herrans tíð, ef ekki frá upphafi,“ segir Jakob. Kaleo, sem hann segir kraftmestu og víðförlustu hljómsveit Íslands undanfarin ár, taki svo lagið á öllum tónleikum. „Þetta er mest spilaða lag á íslensku sem hefur verið samið,“ segir Jakob. Jakob segir að hátíðarsvæðið verði á níu hektara túni. Bílarnir verði syðst í túninu, síðan komi tjaldstæði vel afgirt frá bílastæðunum, og svo tónleikasvæðið sjálft. „Það verður matar- og veitingaþorp þar, og salernisaðastaða og allt sem þarf til að láta svona viðburð verða upp á tíu.“ Dagskrá hefst á laugardaginn klukkan 14, þegar plötusnúðurinn Doctor Victor þeytir skífum í klukkustund. Svo stíga sjálfir Kaleo-menn á stokk klukkan 15 og flytja órafmagnaða „unplugged“ dagskrá í varðeldastíl. Í kjölfarið hefst svo tónlistarveisla þar sem fjölmargir listamenn stíga á stokk. Sigrún Stella, Svavar Knútur, Soffía Björg, Bear the Ant, Jack Magnet, Júníus Meyvant, og Hjálmar koma fram áður en komið er að hápunkti kvöldsins þegar Kaleo stígur aftur á stokk klukkan níu. Hægt er að lesa meira um dagskrána á vefsíðu tónlistarhátíðarinnar.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Bítið Bylgjan Kaleo Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. 2. júlí 2025 20:54 „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. 12. júlí 2025 07:02 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. 2. júlí 2025 20:54
„Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. 12. júlí 2025 07:02
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“