Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 20:54 Dæmi eru um að miðar séu til sölu á rúmlega sexföldu söluverði. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira