Innlent

Hafa sótt um bráða­birgða­leyfi

Árni Sæberg skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm

Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veiti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála.

Hæstiréttur staðfesti nýverið ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar vegna ágalla á þeim lögum sem giltu þegar leyfið var veitt. Áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafði umhverfis, orku og loftslagsráðherra breytt lögunum. 

Ráðherra og Landsvirkjun segja lagagrundvöll fyrir veitingu virkjunarleyfis nú skýran. Þá er nú heimilt að veita virkjanaleyfi til bráðabirgða.

Í tilkynningu á vef Umhverfis- og orkustofnunar segir að þeim sem málið varðar sé nú gefið færi á að kynna sér umsókn Landsvirkjunar um bráðabirgðaleyfi og koma á framfæri sjónarmiðum sínum, eigi síðar en 5. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×