„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:04 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann. Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann.
Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent