Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2025 22:32 Dagmar segir eigendur fyrirtækja í Grindavík hafa fengið nóg. Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55