Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 12:57 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir málþófi stjórnarandstöðunnar að miklu leyti um að kenna að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði. vísir/vilhelm Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“ Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“
Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira