Fótbolti

„Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Ágúst Orri í kröppum dansi gegn Fram fyrr í sumar
Ágúst Orri í kröppum dansi gegn Fram fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét

Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það.

„Við ætluðum að sækja á þá og sýna hvort liðið er betra í fótbolta og mér fannst við sýna í dag að við erum miklu betri.“

Ágúst var ánægður með hvernig Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, lagði leikinn upp í dag.

„Fyrri hálfleikur var til fyrirmyndar, við pressuðum þá allstaðar á vellinum og mér fannst Dóri leggja leikinn mjög vel upp, þetta var bara geðveikt.“

Þið ætluðuð ykkur ekki að falla úr keppni núna?

„Ekki séns! við erum alls ekki hættir og þetta er rétt að byrja!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×