Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 10:23 Jenna mælir með spf 50 á andlit, bringu, hendur og handabök og spf 30 á aðra hluta líkamans í sólinni. Hvað ljósabekkina varðar vill hún banna þá alfarið. Vísir/Vilhelm/Getty Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein. Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein.
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira