Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 14. júlí 2025 10:40 Bjargey segir göngufólkinu sem dvaldi í skálanum hafa verið mjög brugðið. Þau hafi samt haldið í göngu daginn eftir. Vísir/Kolbeinn Tumi Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi
Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira