Innlent

Lög­regla rann­sakar slys í sund­lauginni í Stykkis­hólmi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd af Stykkishólmi úr safni.
Mynd af Stykkishólmi úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vesturlandi er með slys sem varð í rennibrautinni í Stykkishólmi um miðja síðustu viku til rannsóknar. Börn voru þar að leik og var ungur drengur fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Stykkishólmi.

Þetta staðfestir Arnar Geir Magnússon, aðalvarstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi, í skriflegu svari til fréttastofu.

Þar segir að börn hafi verið að leik og grunur sé á um að fleiri en einn hafi verið að leik í rennibraut sundlaugarinnar á sama tíma.

„Málið er ennþá til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi og meðal annars er verið að fara yfir upptökur sem teknar voru upp á sundlaugarsvæðinu í Stykkishólmi,“ segir í svari lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×