Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 12:02 Hildur segist ekki hafa reynt að fremja valdarán í gærkvöldi. Vísir/Einar „Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira