Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 20:13 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Hún vill að ríkissaksóknari skýri ákvörðun sína. Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira