Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er hluti af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hér situr hún í sal borgarstjórnar ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita flokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda. Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira