Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er hluti af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hér situr hún í sal borgarstjórnar ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita flokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda. Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira