Þingmenn upplitsdjarfir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Gengið hefur á ýmsu í vikunni en Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, voru nokkuð brött í morgun. Vísir/samsett Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira