Þingmenn upplitsdjarfir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Gengið hefur á ýmsu í vikunni en Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, voru nokkuð brött í morgun. Vísir/samsett Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira