Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 14:17 Sýklalyfjaónæmar bakteríus greindust í skimunarsýnum við slátrun svína. Vísir/MHH Sýklalyfjaónæmt afbrigði af bakteríunni Staphylococcus aureus (MÓSA) greindust í skimunarsýnum við slátrun svína sem tekin voru í síðustu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þessar bakteríur greinast á Íslandi en þær eru mjög útbreiddar í búfé í Evrópu og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en þar segir að um sé að ræða búfjártengdan MÓSA af stofngerðinni CC398. Fram kemur að MÓSA sé ekki matarborið smit og því sé ekki talin hætta á neyslu á svínaafurðum. „Ekki er heldur um eiginlegan dýrasjúkdóm að ræða því smitið er almennt ekki talið valda veikindum í dýrum heldur verða þau einkennalausir berar. Fólk sem starfar í mikilli nálægð við dýrin er í aukinni áhættu að verða fyrir smiti.“ „Líkt og hjá dýrum veldur smit í fólki sjaldnast veikindum, nema ef það berst í fólk með skert ónæmiskerfi eða veldur sárasýkingum. Þá getur verið erfitt að meðhöndla slíkar sýkingar með hefðbundnum sýklalyfjum. Því er afar mikilvægt að MÓSA smit berist ekki inn á heilbrigðisstofnanir.“ Þá segir að síðustu vikur hafi Matvælastofnun skimað fyrir MÓSA við slátrun svína, en þær skimanir séu hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis 2025 - 2029. „Stroksýni eru tekin úr nefholi svína frá öllum svínabúum sem slátra eldisgrísum, samtals 15 búum. Nú þegar hefur verið skimað í svínum frá 13 búum og reyndust þrenn þeirra jákvæð í skimuninni. Þekkt er að MÓSA getur smitast á milli svína við flutning í sláturhús og því ekki hægt að útiloka krossmengun á milli svínanna, en þeim var öllum slátrað á svipuðum tíma í sama sláturhúsi.“ „Næstu skref miða að því að sannreyna hvort MÓSA sé að finna á þeim búum sem svínin komu frá, með sýnatökum á búunum sjálfum. Í framhaldi mun Matvælastofnun á næstu vikum fara í sýnatökur á öllum svínabúum landsins til að kanna frekari útbreiðslu, ásamt því að fara í viðeigandi aðgerðir til að hindra frekari smitdreifingu í þéttu samstarfi við hagaðila,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Fréttin hefur verið uppfærð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en þar segir að um sé að ræða búfjártengdan MÓSA af stofngerðinni CC398. Fram kemur að MÓSA sé ekki matarborið smit og því sé ekki talin hætta á neyslu á svínaafurðum. „Ekki er heldur um eiginlegan dýrasjúkdóm að ræða því smitið er almennt ekki talið valda veikindum í dýrum heldur verða þau einkennalausir berar. Fólk sem starfar í mikilli nálægð við dýrin er í aukinni áhættu að verða fyrir smiti.“ „Líkt og hjá dýrum veldur smit í fólki sjaldnast veikindum, nema ef það berst í fólk með skert ónæmiskerfi eða veldur sárasýkingum. Þá getur verið erfitt að meðhöndla slíkar sýkingar með hefðbundnum sýklalyfjum. Því er afar mikilvægt að MÓSA smit berist ekki inn á heilbrigðisstofnanir.“ Þá segir að síðustu vikur hafi Matvælastofnun skimað fyrir MÓSA við slátrun svína, en þær skimanir séu hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis 2025 - 2029. „Stroksýni eru tekin úr nefholi svína frá öllum svínabúum sem slátra eldisgrísum, samtals 15 búum. Nú þegar hefur verið skimað í svínum frá 13 búum og reyndust þrenn þeirra jákvæð í skimuninni. Þekkt er að MÓSA getur smitast á milli svína við flutning í sláturhús og því ekki hægt að útiloka krossmengun á milli svínanna, en þeim var öllum slátrað á svipuðum tíma í sama sláturhúsi.“ „Næstu skref miða að því að sannreyna hvort MÓSA sé að finna á þeim búum sem svínin komu frá, með sýnatökum á búunum sjálfum. Í framhaldi mun Matvælastofnun á næstu vikum fara í sýnatökur á öllum svínabúum landsins til að kanna frekari útbreiðslu, ásamt því að fara í viðeigandi aðgerðir til að hindra frekari smitdreifingu í þéttu samstarfi við hagaðila,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Fréttin hefur verið uppfærð
Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira