Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 21:12 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir faðmar Glódísi Perlu Viggósdóttur í svekkelsinu eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira