Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 21:12 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir faðmar Glódísi Perlu Viggósdóttur í svekkelsinu eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira