Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:41 Össur Skarphéðinsson sparar gjarnan ekki stóru orðin. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira