Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:41 Össur Skarphéðinsson sparar gjarnan ekki stóru orðin. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira