„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 11:18 Örn Pálsson segir að ráðherra geti tryggt auknar aflaheimildir í strandveiðunum með reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. Samkvæmt núgildandi lögum um strandveiðar er það skylda Fiskistofu að stöðva strandveiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla, sem nú er 10 þúsund tonn, sé náð. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil, en í frumvarpinu er ákvæði sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar heildarkvótinn klárast. Málið hefur ekki verið afgreitt á Alþingi, sem rætt hefur um breytingar á veiðigjöldum dögum saman og ekkert bólar á þinglokum. „Við erum alveg rólegir yfir þessu“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðimenn séu alveg rólegir yfir þessu. Það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að afgreiða þetta mál. „Þó það dragist eitthvað aðeins að samþykkja þetta mál þá tel ég ekki að þetta muni hafa þau áhrif að það stöðvi veiðarnar á nokkurn hátt. Það er auðvitað vilji fyrir hendi að stöðva ekki strandveiðarnar og standa við þessa 48 daga,“ segir hann. Örn bendir á að í fyrra hafi ráðherra bætt tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðikvótann með reglugerð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, undirritaði reglugerðina sem jók heildarráðstöfun í þorski til strandveiða í 12 þúsund tonn í stað 10 þúsund tonna. Aukningin kom af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl. Örn segir að það verði ekkert mál að undirrita sambærilega reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja frumvarpið. „Ég á ekki von á því að það vefjist eitthvað fyrir ráðherranum.“ Potturinn fari alls ekki í 17 þúsund tonn Örn telur afar ólíklegt að heildarpotturinn í þorski fari í sextán eða sautján þúsund tonn í sumar, en hann á ekki von á því að júlí og ágúst gefi eins vel og maí og júní. „Það er oft erfiðara að róa í ágúst.“ „Svo hefur það sýnt sig í maí og júní, það er meiri ró yfir mönnum þegar þetta er tryggt í 48 daga. Menn eru að taka sér frí, á dögum þar sem menn tóku sér ekki frí í fyrra, þegar það er bræla og svona. Núna vita menn að þetta er út ágúst, og þá er öðruvísi mynstur á sókninni,“ segir Örn. Strandveiðar Sjávarútvegur Hafið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Samkvæmt núgildandi lögum um strandveiðar er það skylda Fiskistofu að stöðva strandveiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla, sem nú er 10 þúsund tonn, sé náð. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil, en í frumvarpinu er ákvæði sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar heildarkvótinn klárast. Málið hefur ekki verið afgreitt á Alþingi, sem rætt hefur um breytingar á veiðigjöldum dögum saman og ekkert bólar á þinglokum. „Við erum alveg rólegir yfir þessu“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðimenn séu alveg rólegir yfir þessu. Það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að afgreiða þetta mál. „Þó það dragist eitthvað aðeins að samþykkja þetta mál þá tel ég ekki að þetta muni hafa þau áhrif að það stöðvi veiðarnar á nokkurn hátt. Það er auðvitað vilji fyrir hendi að stöðva ekki strandveiðarnar og standa við þessa 48 daga,“ segir hann. Örn bendir á að í fyrra hafi ráðherra bætt tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðikvótann með reglugerð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, undirritaði reglugerðina sem jók heildarráðstöfun í þorski til strandveiða í 12 þúsund tonn í stað 10 þúsund tonna. Aukningin kom af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl. Örn segir að það verði ekkert mál að undirrita sambærilega reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja frumvarpið. „Ég á ekki von á því að það vefjist eitthvað fyrir ráðherranum.“ Potturinn fari alls ekki í 17 þúsund tonn Örn telur afar ólíklegt að heildarpotturinn í þorski fari í sextán eða sautján þúsund tonn í sumar, en hann á ekki von á því að júlí og ágúst gefi eins vel og maí og júní. „Það er oft erfiðara að róa í ágúst.“ „Svo hefur það sýnt sig í maí og júní, það er meiri ró yfir mönnum þegar þetta er tryggt í 48 daga. Menn eru að taka sér frí, á dögum þar sem menn tóku sér ekki frí í fyrra, þegar það er bræla og svona. Núna vita menn að þetta er út ágúst, og þá er öðruvísi mynstur á sókninni,“ segir Örn.
Strandveiðar Sjávarútvegur Hafið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36
„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54
Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15