Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:55 Formaður Fjölskylduhjálpar segir ekkert annað vera í stöðunni. Skjáskot/Sýn Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum. Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira