Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2025 19:01 Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðarhópsins. vísir/ívar Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Ofbeldisbrotum barna í málaskrá lögreglu hefur fjölgað umtalsvert á liðnum árum og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu aðgerðarhóps sem var myndaður á síðasta ári. Ítrekunartíðni tvöfaldast Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðarhóps um víðtækar aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna, segir brýnt að grípa inn í en fjöldi þeirra barna sem koma ítrekað við sögu lögreglu hefur tvöfaldast frá árinu 2007. „Síðan eftir Covid höfum við verið að sjá þessa aukningu og það sem við höfum kannski sérstaklega áhyggjur af þessi er að við erum að sjá þessa ítrekunartíðni. Þannig að börn eru að koma aftur og aftur við sögu í málum. Hvað er búið að gera fyrir þessi börn? Hver er ástæðan fyrir því að þau eru að koma aftur og aftur við sögu eru þau að fá samþætta þjónustu í þágu farsældar barns? Eru þau með stuðningsteymi eru þau með stuðningsáætlun?“ Hlutfall barna með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu hefur stóraukist á örfáum árum, var tvö prósent árið 2020 en mælist nú nítján prósent. Í skýrslunni er einnig tekið fram að börn af erlendum uppruna séu oftar lögð í einelti af börnum af íslenskum uppruna. Eygló segir mikilvægt að tryggja viðeigandi verkferla til að sinna fjölbreyttum hópi barna. Það sé ekki til staðar. Greint var frá því á vef Stjórnarráðsins í dag að í haust verður ráðist í tilraunaverkefni í grunnskólum þar sem til stendur að skima fyrir ofbeldi. „Þegar aðgerðirnar eru samþykktar var horft til þess að við þurfum að vera með áfallamiða nálgun og vera með menningarnæmni. Við erum líka að sjá það að börn með erlendan bakgrunn eru að upplifa sig minna örugg. Það kemur fram í gögnunum að þau segjast verða fyrir meira einelti og þetta geta allt verið áhættuþættir þegar það kemur að áhættuhegðun barna.“ Ofbeldi meðal yngri barna aukist til muna Í skýrslunni kemur einnig fram að ofbeldi meðal yngri barna hafi aukist til muna. Til að mynda hefur nærri helmingur barna í sjötta bekk, sem eru um ellefu ára gömul, lent í slagsmálum. Hlutfallið er mun lægra hjá eldri börnum, eða tuttugu prósent meðal barna í tíunda bekk. Þá hefur meira en helmingur drengja í sjötta bekk tekið þátt í slagsmálum og upplifað að vera laminn eða að ráðist sé á þá. „Mögulega eru einhver skilaboð að koma úr samfélaginu um það að við leysum vandamálin með slagsmálum. Það eru kannski skilaboðin í gegnum Marvel og aðrar þekktar stórmyndir. Þetta eru allt hlutir sem koma að þessum forvörnum og þessari fræðslu. Þar sem það þarf að huga almennt í samfélaginu að því hvaða skilaboð erum við að senda til barnanna okkar?“ Mikilvægt sé að allar viðeigandi stofnanir og foreldrar taki höndum saman í baráttunni gegn ofbeldi meðal barna. „Ef þú telur að barnið þitt þurfi á aðstoð að halda þá á að vera tengiliður farsældar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Ef barnið þitt er ekki í skóla þá á að vera hægt að nálgast tengilið hjá félagsþjónustunni. Ef barnið þitt er að koma í dag við sögu í ofbeldisbroti og er jafnvel með opið barnaverndarmál. Þá skal spyrja er búið að samþætta þjónustu? Hvar er mitt stuðningsteymi? Hvar er mín stuðningsáætlun fyrir barnið mitt? Og taka síðan virkan þátt með barninu og foreldrum, þvert á kerfin við að hjálpa.“ Ofbeldi barna Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Grunnskólar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Ofbeldisbrotum barna í málaskrá lögreglu hefur fjölgað umtalsvert á liðnum árum og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu aðgerðarhóps sem var myndaður á síðasta ári. Ítrekunartíðni tvöfaldast Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðarhóps um víðtækar aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna, segir brýnt að grípa inn í en fjöldi þeirra barna sem koma ítrekað við sögu lögreglu hefur tvöfaldast frá árinu 2007. „Síðan eftir Covid höfum við verið að sjá þessa aukningu og það sem við höfum kannski sérstaklega áhyggjur af þessi er að við erum að sjá þessa ítrekunartíðni. Þannig að börn eru að koma aftur og aftur við sögu í málum. Hvað er búið að gera fyrir þessi börn? Hver er ástæðan fyrir því að þau eru að koma aftur og aftur við sögu eru þau að fá samþætta þjónustu í þágu farsældar barns? Eru þau með stuðningsteymi eru þau með stuðningsáætlun?“ Hlutfall barna með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu hefur stóraukist á örfáum árum, var tvö prósent árið 2020 en mælist nú nítján prósent. Í skýrslunni er einnig tekið fram að börn af erlendum uppruna séu oftar lögð í einelti af börnum af íslenskum uppruna. Eygló segir mikilvægt að tryggja viðeigandi verkferla til að sinna fjölbreyttum hópi barna. Það sé ekki til staðar. Greint var frá því á vef Stjórnarráðsins í dag að í haust verður ráðist í tilraunaverkefni í grunnskólum þar sem til stendur að skima fyrir ofbeldi. „Þegar aðgerðirnar eru samþykktar var horft til þess að við þurfum að vera með áfallamiða nálgun og vera með menningarnæmni. Við erum líka að sjá það að börn með erlendan bakgrunn eru að upplifa sig minna örugg. Það kemur fram í gögnunum að þau segjast verða fyrir meira einelti og þetta geta allt verið áhættuþættir þegar það kemur að áhættuhegðun barna.“ Ofbeldi meðal yngri barna aukist til muna Í skýrslunni kemur einnig fram að ofbeldi meðal yngri barna hafi aukist til muna. Til að mynda hefur nærri helmingur barna í sjötta bekk, sem eru um ellefu ára gömul, lent í slagsmálum. Hlutfallið er mun lægra hjá eldri börnum, eða tuttugu prósent meðal barna í tíunda bekk. Þá hefur meira en helmingur drengja í sjötta bekk tekið þátt í slagsmálum og upplifað að vera laminn eða að ráðist sé á þá. „Mögulega eru einhver skilaboð að koma úr samfélaginu um það að við leysum vandamálin með slagsmálum. Það eru kannski skilaboðin í gegnum Marvel og aðrar þekktar stórmyndir. Þetta eru allt hlutir sem koma að þessum forvörnum og þessari fræðslu. Þar sem það þarf að huga almennt í samfélaginu að því hvaða skilaboð erum við að senda til barnanna okkar?“ Mikilvægt sé að allar viðeigandi stofnanir og foreldrar taki höndum saman í baráttunni gegn ofbeldi meðal barna. „Ef þú telur að barnið þitt þurfi á aðstoð að halda þá á að vera tengiliður farsældar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Ef barnið þitt er ekki í skóla þá á að vera hægt að nálgast tengilið hjá félagsþjónustunni. Ef barnið þitt er að koma í dag við sögu í ofbeldisbroti og er jafnvel með opið barnaverndarmál. Þá skal spyrja er búið að samþætta þjónustu? Hvar er mitt stuðningsteymi? Hvar er mín stuðningsáætlun fyrir barnið mitt? Og taka síðan virkan þátt með barninu og foreldrum, þvert á kerfin við að hjálpa.“
Ofbeldi barna Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Grunnskólar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira