Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2025 19:01 Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðarhópsins. vísir/ívar Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Ofbeldisbrotum barna í málaskrá lögreglu hefur fjölgað umtalsvert á liðnum árum og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu aðgerðarhóps sem var myndaður á síðasta ári. Ítrekunartíðni tvöfaldast Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðarhóps um víðtækar aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna, segir brýnt að grípa inn í en fjöldi þeirra barna sem koma ítrekað við sögu lögreglu hefur tvöfaldast frá árinu 2007. „Síðan eftir Covid höfum við verið að sjá þessa aukningu og það sem við höfum kannski sérstaklega áhyggjur af þessi er að við erum að sjá þessa ítrekunartíðni. Þannig að börn eru að koma aftur og aftur við sögu í málum. Hvað er búið að gera fyrir þessi börn? Hver er ástæðan fyrir því að þau eru að koma aftur og aftur við sögu eru þau að fá samþætta þjónustu í þágu farsældar barns? Eru þau með stuðningsteymi eru þau með stuðningsáætlun?“ Hlutfall barna með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu hefur stóraukist á örfáum árum, var tvö prósent árið 2020 en mælist nú nítján prósent. Í skýrslunni er einnig tekið fram að börn af erlendum uppruna séu oftar lögð í einelti af börnum af íslenskum uppruna. Eygló segir mikilvægt að tryggja viðeigandi verkferla til að sinna fjölbreyttum hópi barna. Það sé ekki til staðar. Greint var frá því á vef Stjórnarráðsins í dag að í haust verður ráðist í tilraunaverkefni í grunnskólum þar sem til stendur að skima fyrir ofbeldi. „Þegar aðgerðirnar eru samþykktar var horft til þess að við þurfum að vera með áfallamiða nálgun og vera með menningarnæmni. Við erum líka að sjá það að börn með erlendan bakgrunn eru að upplifa sig minna örugg. Það kemur fram í gögnunum að þau segjast verða fyrir meira einelti og þetta geta allt verið áhættuþættir þegar það kemur að áhættuhegðun barna.“ Ofbeldi meðal yngri barna aukist til muna Í skýrslunni kemur einnig fram að ofbeldi meðal yngri barna hafi aukist til muna. Til að mynda hefur nærri helmingur barna í sjötta bekk, sem eru um ellefu ára gömul, lent í slagsmálum. Hlutfallið er mun lægra hjá eldri börnum, eða tuttugu prósent meðal barna í tíunda bekk. Þá hefur meira en helmingur drengja í sjötta bekk tekið þátt í slagsmálum og upplifað að vera laminn eða að ráðist sé á þá. „Mögulega eru einhver skilaboð að koma úr samfélaginu um það að við leysum vandamálin með slagsmálum. Það eru kannski skilaboðin í gegnum Marvel og aðrar þekktar stórmyndir. Þetta eru allt hlutir sem koma að þessum forvörnum og þessari fræðslu. Þar sem það þarf að huga almennt í samfélaginu að því hvaða skilaboð erum við að senda til barnanna okkar?“ Mikilvægt sé að allar viðeigandi stofnanir og foreldrar taki höndum saman í baráttunni gegn ofbeldi meðal barna. „Ef þú telur að barnið þitt þurfi á aðstoð að halda þá á að vera tengiliður farsældar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Ef barnið þitt er ekki í skóla þá á að vera hægt að nálgast tengilið hjá félagsþjónustunni. Ef barnið þitt er að koma í dag við sögu í ofbeldisbroti og er jafnvel með opið barnaverndarmál. Þá skal spyrja er búið að samþætta þjónustu? Hvar er mitt stuðningsteymi? Hvar er mín stuðningsáætlun fyrir barnið mitt? Og taka síðan virkan þátt með barninu og foreldrum, þvert á kerfin við að hjálpa.“ Ofbeldi barna Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Grunnskólar Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Ofbeldisbrotum barna í málaskrá lögreglu hefur fjölgað umtalsvert á liðnum árum og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu aðgerðarhóps sem var myndaður á síðasta ári. Ítrekunartíðni tvöfaldast Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðarhóps um víðtækar aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna, segir brýnt að grípa inn í en fjöldi þeirra barna sem koma ítrekað við sögu lögreglu hefur tvöfaldast frá árinu 2007. „Síðan eftir Covid höfum við verið að sjá þessa aukningu og það sem við höfum kannski sérstaklega áhyggjur af þessi er að við erum að sjá þessa ítrekunartíðni. Þannig að börn eru að koma aftur og aftur við sögu í málum. Hvað er búið að gera fyrir þessi börn? Hver er ástæðan fyrir því að þau eru að koma aftur og aftur við sögu eru þau að fá samþætta þjónustu í þágu farsældar barns? Eru þau með stuðningsteymi eru þau með stuðningsáætlun?“ Hlutfall barna með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu hefur stóraukist á örfáum árum, var tvö prósent árið 2020 en mælist nú nítján prósent. Í skýrslunni er einnig tekið fram að börn af erlendum uppruna séu oftar lögð í einelti af börnum af íslenskum uppruna. Eygló segir mikilvægt að tryggja viðeigandi verkferla til að sinna fjölbreyttum hópi barna. Það sé ekki til staðar. Greint var frá því á vef Stjórnarráðsins í dag að í haust verður ráðist í tilraunaverkefni í grunnskólum þar sem til stendur að skima fyrir ofbeldi. „Þegar aðgerðirnar eru samþykktar var horft til þess að við þurfum að vera með áfallamiða nálgun og vera með menningarnæmni. Við erum líka að sjá það að börn með erlendan bakgrunn eru að upplifa sig minna örugg. Það kemur fram í gögnunum að þau segjast verða fyrir meira einelti og þetta geta allt verið áhættuþættir þegar það kemur að áhættuhegðun barna.“ Ofbeldi meðal yngri barna aukist til muna Í skýrslunni kemur einnig fram að ofbeldi meðal yngri barna hafi aukist til muna. Til að mynda hefur nærri helmingur barna í sjötta bekk, sem eru um ellefu ára gömul, lent í slagsmálum. Hlutfallið er mun lægra hjá eldri börnum, eða tuttugu prósent meðal barna í tíunda bekk. Þá hefur meira en helmingur drengja í sjötta bekk tekið þátt í slagsmálum og upplifað að vera laminn eða að ráðist sé á þá. „Mögulega eru einhver skilaboð að koma úr samfélaginu um það að við leysum vandamálin með slagsmálum. Það eru kannski skilaboðin í gegnum Marvel og aðrar þekktar stórmyndir. Þetta eru allt hlutir sem koma að þessum forvörnum og þessari fræðslu. Þar sem það þarf að huga almennt í samfélaginu að því hvaða skilaboð erum við að senda til barnanna okkar?“ Mikilvægt sé að allar viðeigandi stofnanir og foreldrar taki höndum saman í baráttunni gegn ofbeldi meðal barna. „Ef þú telur að barnið þitt þurfi á aðstoð að halda þá á að vera tengiliður farsældar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Ef barnið þitt er ekki í skóla þá á að vera hægt að nálgast tengilið hjá félagsþjónustunni. Ef barnið þitt er að koma í dag við sögu í ofbeldisbroti og er jafnvel með opið barnaverndarmál. Þá skal spyrja er búið að samþætta þjónustu? Hvar er mitt stuðningsteymi? Hvar er mín stuðningsáætlun fyrir barnið mitt? Og taka síðan virkan þátt með barninu og foreldrum, þvert á kerfin við að hjálpa.“
Ofbeldi barna Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Grunnskólar Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira