„Engar svakalegar reglur hér“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 22:32 Guðný Árnadóttir er frá Hornafirði en bjó einnig tæp tvö ár í Vík í Mýrdal, áður en hún flutti á höfuðborgarsvæðið. Síðan þá hefur hún leikið sem atvinnumaður á Ítalíu og nú í Svíþjóð, og er mætt á sitt annað stórmót. vísir/Anton Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira