Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 16:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna náms í New York. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira