Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 16:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna náms í New York. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira