Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2025 12:01 Guðbergur Egill Eyjólfsson segir stjórn Sósíalistaflokksins vilja koma böndum á fjárhag Vorstjörnunnar en Gunnar Smári Egilsson hefur hvatt fólk til að skrá sig í félagið og verja það. Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Boðað hefur verið til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag klukkan hálf sex en miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir að ný framkvæmdastjórn tók við í Sósíalistaflokknum en styrkir frá flokknum auk borgarfulltrúa hafa runnið til félagsins. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Guðbergur Egill Eyjólfsson stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum segir að félagið hafi í raun gert lítið sem ekkert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. „Og við viljum ekki einhver aflandsfélög sem eru að dæla með peninga fram og til baka eins og einhverjir skúrkar af því að þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð.“ Til standi að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar á eftir. „Ef að það tekst ekki þá ætlum við að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða gera það sem við getum til þess að ná stjórn á félaginu.“ Verði að verja félagið Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að ganga til liðs við Vorstjörnuna til varnar félaginu og segir að nái ný stjórn Sósíalistaflokksins völdum í félaginu muni Samstöðin þurfa að loka í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. „Ég hef hins vegar hag af niðurstöðunni þar sem Samstöðin leigir af Vorstjörnunni og ég sé fram á að ef yfirtökuliðið nær Vorstjörnunni undir sig mun Samstöðin þurfa að loka í kvöld, missa húsnæði sitt og þurfa að leita sér að nýju húsnæði. Sem er dýr aðgerð fyrir útvarps- og sjónvarpsstöð og óséð um hvort Alþýðufélagið hafi þrek til koma Samstöðinni yfir þann hjalla.“ Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar vill ekki tjá sig með beinum hætti um fjármuni félagsins en segir reikninga verða kynnta á fundi í dag. „Ég er venjuleg kona í sjálfboðaliðastarfi og við erum að fara að halda aðalfund í dag í styrktarfélagi og ég einhvern veginn sé ekki gagnsemina í því að munnhöggvast í fjölmiðlum við fólk sem ég taldi vera samherja.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Boðað hefur verið til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag klukkan hálf sex en miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir að ný framkvæmdastjórn tók við í Sósíalistaflokknum en styrkir frá flokknum auk borgarfulltrúa hafa runnið til félagsins. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Guðbergur Egill Eyjólfsson stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum segir að félagið hafi í raun gert lítið sem ekkert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. „Og við viljum ekki einhver aflandsfélög sem eru að dæla með peninga fram og til baka eins og einhverjir skúrkar af því að þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð.“ Til standi að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar á eftir. „Ef að það tekst ekki þá ætlum við að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða gera það sem við getum til þess að ná stjórn á félaginu.“ Verði að verja félagið Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að ganga til liðs við Vorstjörnuna til varnar félaginu og segir að nái ný stjórn Sósíalistaflokksins völdum í félaginu muni Samstöðin þurfa að loka í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. „Ég hef hins vegar hag af niðurstöðunni þar sem Samstöðin leigir af Vorstjörnunni og ég sé fram á að ef yfirtökuliðið nær Vorstjörnunni undir sig mun Samstöðin þurfa að loka í kvöld, missa húsnæði sitt og þurfa að leita sér að nýju húsnæði. Sem er dýr aðgerð fyrir útvarps- og sjónvarpsstöð og óséð um hvort Alþýðufélagið hafi þrek til koma Samstöðinni yfir þann hjalla.“ Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar vill ekki tjá sig með beinum hætti um fjármuni félagsins en segir reikninga verða kynnta á fundi í dag. „Ég er venjuleg kona í sjálfboðaliðastarfi og við erum að fara að halda aðalfund í dag í styrktarfélagi og ég einhvern veginn sé ekki gagnsemina í því að munnhöggvast í fjölmiðlum við fólk sem ég taldi vera samherja.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30