Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 10:55 Eiríkur Jónsson skrifaði grein á vef sinn þar sem hann sagði að Halla forseti hefði mætt með lífverði í sund. Vísir/Samsett Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki. Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki.
Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira