Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 10:55 Eiríkur Jónsson skrifaði grein á vef sinn þar sem hann sagði að Halla forseti hefði mætt með lífverði í sund. Vísir/Samsett Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki. Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki.
Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira