Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 10:55 Eiríkur Jónsson skrifaði grein á vef sinn þar sem hann sagði að Halla forseti hefði mætt með lífverði í sund. Vísir/Samsett Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki. Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki.
Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira