Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 17:43 Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, skrifa undir yfirlýsinguna ásamt fjórum öðrum rektorum. Samsett Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“ Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“
Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira