Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 22:41 Hinrik Lárusson, stofnandi Lux veitinga. Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira