Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 22:41 Hinrik Lárusson, stofnandi Lux veitinga. Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira