Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. júní 2025 23:34 Örlygur Hnefill Örlygsson er eigandi Eurovison-safnsins á Húsavík. Sýn Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur
Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira