Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 10:00 Mikil fjölgun var meðal umsókna í leikskólakennarafræði í Háskóla Íslands. Einnig fjölgaði umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði og íslensku sem annað mál. Vísir/Anton Brink Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu. Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu.
Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira