Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 22:58 Íslenska ríkið skuldar bílstjóra ráðherra vangreiddar orlofsgreiðslur. Vísir/Vilhelm Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið. Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið.
Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Sjá meira