Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2025 11:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra flytur opnunarávarp fundarins. Vísir/Anton Brink „Réttlæti og ábyrgð: Vernd barna í Úkraínu“ er yfirskrift opins fundar á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og UNICEF á Íslandi sem fram fer í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar milli klukkan 12 og 13:15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Um fundinn segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi valdið ómældum mannlegum þjáningum og stórfelldri eyðileggingu. Ólöglegt og kerfisbundið brottnám úkraínskra barna á hernumdum svæðum rússneska hersins hafi vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. „Mikilvægt er að ábyrgðarskylda og réttlæti sé tryggð vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið. Stofnsetning tjónaskrár fyrir Úkraínu, sem var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023, tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Nú undirbýr tjónaskráin að taka sérstaklega fyrir brot sem framin hafa verið gegn börnum, þar á meðal ólögmætar brottvísanir. Þetta markar mikilvægt skref í að viðurkenna erfiða reynslu yngstu fórnarlambanna í stríðinu og leggja grunninn að framtíðarbótum. Á þessum opna fundi verður varpað ljósi á mikilvægi ábyrgðarskyldu eftir stríðsátök og spurningum varpað fram um hvernig hægt sé að tryggja réttlæti fyrir úkraínsk börn? Hvað séu sanngjarnar bætur fyrir víðtæk brot sem framin hafa verið? Hvernig ríki og stofnanir geti hjálpað til við að breyta skrásettum tjónum í raunverulegan stuðning fyrir fórnarlömb? Opnunarorð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Ávörp frá Róberti Spanó, formanni tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum sem jafnframt taka þátt í pallborðsumræðum í kjölfarið ásamt Yuliu Kyrpa, framkvæmdastjóra hjá AEQUO og stjórnarmanni hjá tjónaskrá Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Fundarstjóri: Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Réttindi barna Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Um fundinn segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi valdið ómældum mannlegum þjáningum og stórfelldri eyðileggingu. Ólöglegt og kerfisbundið brottnám úkraínskra barna á hernumdum svæðum rússneska hersins hafi vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. „Mikilvægt er að ábyrgðarskylda og réttlæti sé tryggð vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið. Stofnsetning tjónaskrár fyrir Úkraínu, sem var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023, tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Nú undirbýr tjónaskráin að taka sérstaklega fyrir brot sem framin hafa verið gegn börnum, þar á meðal ólögmætar brottvísanir. Þetta markar mikilvægt skref í að viðurkenna erfiða reynslu yngstu fórnarlambanna í stríðinu og leggja grunninn að framtíðarbótum. Á þessum opna fundi verður varpað ljósi á mikilvægi ábyrgðarskyldu eftir stríðsátök og spurningum varpað fram um hvernig hægt sé að tryggja réttlæti fyrir úkraínsk börn? Hvað séu sanngjarnar bætur fyrir víðtæk brot sem framin hafa verið? Hvernig ríki og stofnanir geti hjálpað til við að breyta skrásettum tjónum í raunverulegan stuðning fyrir fórnarlömb? Opnunarorð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Ávörp frá Róberti Spanó, formanni tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum sem jafnframt taka þátt í pallborðsumræðum í kjölfarið ásamt Yuliu Kyrpa, framkvæmdastjóra hjá AEQUO og stjórnarmanni hjá tjónaskrá Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Fundarstjóri: Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Réttindi barna Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira