Einnig segjum við nýrri könnun um viðhorf Grindvíkinga til framtíðarinnar sem fasteignafélagið Þórkatla lét gera. Tæpur helmingur íbúa bæjarins segir líklegt að hann snúi aftur til bæjarns, verði þess kostur í framtíðinni. Yngra fólkið er líklegra til að snúa aftur en það eldra.
Að auki segjum við frá Kvenréttindadeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag með fjölda viðburða.
Í sportpakka dagsins förum við yfir úrslitin í Mjólkurbikarnum frá því í gærkvöldi og segjum frá yfirvofandi sölu á NBA liðinu Los Angeles Lakers.