„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 19:22 Ævar pálmi Pálmasson yfirmaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“ Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“
Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira