Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 10:59 Svali rifjaði upp tímann á FM957 í viðtali í Brennslunni í morgun og deildi eftirminnilegum atvikum úr starfinu. Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan. Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: FM957 Tímamót Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
FM957 Tímamót Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira