Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 10:59 Svali rifjaði upp tímann á FM957 í viðtali í Brennslunni í morgun og deildi eftirminnilegum atvikum úr starfinu. Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan. Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: FM957 Tímamót Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
FM957 Tímamót Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira