Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 10:59 Svali rifjaði upp tímann á FM957 í viðtali í Brennslunni í morgun og deildi eftirminnilegum atvikum úr starfinu. Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan. Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: FM957 Tímamót Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira
Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
FM957 Tímamót Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira