Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 06:27 Jón Óttar hefur kært héraðssaksóknara, Ólaf Þór, fyrir rangar sakargiftir. Refsing er allt að tíu ára fangelsi. Vísir/Ívar Fannar og Vilhelm Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum. Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum.
Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00
Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12