Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 16:19 María Heimisdóttir Landlæknir hefur svipt Guðmund Karl Snæbjörnsson, betur þekktan sem Kalla Snæ, læknaleyfi og alveg ljóst að það er ekki nokkuð sem Guðmundur Karl ætlar að láta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. vísir/anton brink Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira