Oft langar og miklar tafir við Ölfusárbrú á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2025 20:03 Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, sem hvetur ökumenn til að fara þrengslin og yfir Óseyrarbrú til að losna við langa biðröð við Ölfusárbrú, ekki síst á álagstíma fyrir helgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í Árborg hvetur ökumenn, sem eru að fara austur fyrir fjall að fara frekar þrengslin og yfir Óseyrarbrú á álagstímum í stað þess að fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi því þar myndast oft miklar umferðarteppur. Dæmi er um að fólk þurfi að bíða allt upp í hálftíma til fjörutíu og fimm mínútur í röð í bílum sínum til að komast yfir brúna. það eru oft miklar raðir af bílum af öllum stærðum og gerðum við Ölfusárbrú og stundum nær röðin sleitulaust fram hjá Ingólfsfjalli og að brúnni. Mestar eru raðirnar á fimmtudögum og föstudögum. Og það sem hjálpar ekki fyrir er að nú má aðeins einn stór bíll fara yfir brúna í einu samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni. „Já, það eru margir, sem vilja fara hérna í gegnum þorpið og við bíðum auðvitað spennt yfir nýrri brú, sem mun létta töluvert á umferðinni í gegnum þorpið. Þetta er ótrúleg umferð en þetta er líka bara stórt svæði. Hér hefur fjölgað gríðarlega íbúum og líka gestum á Suðurlandi öllu,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. En hvað með að fólk fari yfir Óseyrarbrúna, hvetur Sveinn Ægir til þess eða hvað? „Já þeir, sem geta þá mæli ég eindregið með að taka þrengslin sérstaklega á föstudögum og um helgar.“ Langar raðir myndast oft við Ölfusárbrú á Selfoss þegar ökumenn eru að koma inn í bæjarfélagið eða að fara lengra austur á bóginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir mikla spennu fyrir nýju Ölfusárbrúnni, sem er verið að byggja en gjaldtaka verður yfir þá brú, sem á að vera tilbúin vorið 2029. Samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni má bara eitt þungt ökutæki fara yfir brúna í einu og tefur það líka umferðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er mikil spenna fyrir brúnni og íbúar fylgjast mjög vel með öllum framkvæmdum og framgangi verksins,“ segir Sveinn Ægir. Nýja brúin yfir Ölfusá á að vera tilbúin 2029.Aðsend Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Umferð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
það eru oft miklar raðir af bílum af öllum stærðum og gerðum við Ölfusárbrú og stundum nær röðin sleitulaust fram hjá Ingólfsfjalli og að brúnni. Mestar eru raðirnar á fimmtudögum og föstudögum. Og það sem hjálpar ekki fyrir er að nú má aðeins einn stór bíll fara yfir brúna í einu samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni. „Já, það eru margir, sem vilja fara hérna í gegnum þorpið og við bíðum auðvitað spennt yfir nýrri brú, sem mun létta töluvert á umferðinni í gegnum þorpið. Þetta er ótrúleg umferð en þetta er líka bara stórt svæði. Hér hefur fjölgað gríðarlega íbúum og líka gestum á Suðurlandi öllu,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. En hvað með að fólk fari yfir Óseyrarbrúna, hvetur Sveinn Ægir til þess eða hvað? „Já þeir, sem geta þá mæli ég eindregið með að taka þrengslin sérstaklega á föstudögum og um helgar.“ Langar raðir myndast oft við Ölfusárbrú á Selfoss þegar ökumenn eru að koma inn í bæjarfélagið eða að fara lengra austur á bóginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir mikla spennu fyrir nýju Ölfusárbrúnni, sem er verið að byggja en gjaldtaka verður yfir þá brú, sem á að vera tilbúin vorið 2029. Samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni má bara eitt þungt ökutæki fara yfir brúna í einu og tefur það líka umferðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er mikil spenna fyrir brúnni og íbúar fylgjast mjög vel með öllum framkvæmdum og framgangi verksins,“ segir Sveinn Ægir. Nýja brúin yfir Ölfusá á að vera tilbúin 2029.Aðsend
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Umferð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira