Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 08:48 Slysið átti sér stað skammt frá Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Vísir/Samsett Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.
Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent