„Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 18:07 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira