VG skoðar samstarf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2025 13:48 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún segir flokkinn skoða mögulegt samstarf við aðra flokka í aðdraganda kosninga næsta vor. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð. „Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni. Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni.
Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira