„Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 11:56 Jón Ívar Einarsson er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Vísir/Adelina Antal Heilbrigðisráðuneytið hefur gert Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina í Ármúla um að framkvæma hundrað aðgerðir á árinu vegna endómetríósu. Það eru um helmingi færri en árið áður. Skurðlæknir hjá Klíníkinni sem framkvæmir slíkar aðgerðir segir ákvörðunina lengja biðlista til muna. Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira