Menningarveisla í allt sumar á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2025 20:05 Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima, sem býður alla velkomna á Sólheima í sumar á 95 ára afmælinu og njóta þess, sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður ekki slegið slöku við á Sólheimum í Grímsnesi í sumar því þar verður menningarveisla með fjölbreyttum sýningum og tónleikum alla laugardaga með landsþekktu tónlistarfólki. Það sem meira er, staðurinn fagnar 95 ára afmæli 5. júlí en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima þann dag 1930, þá 28 ára gömul. Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira