Menningarveisla í allt sumar á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2025 20:05 Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima, sem býður alla velkomna á Sólheima í sumar á 95 ára afmælinu og njóta þess, sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður ekki slegið slöku við á Sólheimum í Grímsnesi í sumar því þar verður menningarveisla með fjölbreyttum sýningum og tónleikum alla laugardaga með landsþekktu tónlistarfólki. Það sem meira er, staðurinn fagnar 95 ára afmæli 5. júlí en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima þann dag 1930, þá 28 ára gömul. Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Sjá meira
Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Sjá meira