Hætta með ökuskírteini í símaveski vegna Evrópureglna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 11:37 Birna Íris Jónsdóttir segir að enn verði hægt að nota greiðslukort í símaveskjum. Vísir/Samsett Undir lok sumars verður ekki hægt að vera með stafræn skírteini frá hinu opinbera í símaveskjum heldur þarf að ná í sérstakt forrit. Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að um sé að ræða samræmingu við stefnu Evrópulanda sem séu að taka þessa stefnu í öryggismálum. Ný reglugerð frá Evrópusambandinu um stafræna auðkenningu taki bráðum gildi. Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is. Stafræn þróun Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is.
Stafræn þróun Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira