Hætta með ökuskírteini í símaveski vegna Evrópureglna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 11:37 Birna Íris Jónsdóttir segir að enn verði hægt að nota greiðslukort í símaveskjum. Vísir/Samsett Undir lok sumars verður ekki hægt að vera með stafræn skírteini frá hinu opinbera í símaveskjum heldur þarf að ná í sérstakt forrit. Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að um sé að ræða samræmingu við stefnu Evrópulanda sem séu að taka þessa stefnu í öryggismálum. Ný reglugerð frá Evrópusambandinu um stafræna auðkenningu taki bráðum gildi. Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is. Stafræn þróun Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is.
Stafræn þróun Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira