Stuð og stemning á „árshátíð íslenskra þungarokkara“ í Stykkishólmi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 14:06 Bibbi í Skálmöld, Gunnar Sauermann, Dagur Gíslason (Misþyrming) og Guðni Th. Jóhannesson í góðum gír á Sátunni í Stykkishólmi. aðsend/Sátan Þriggja daga þungarokkshátíðin Sátan fer fram Stykkishólmi um helgina en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fremstu þungarokkshljómsveitir landsins troða upp á hátíðinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. „Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“ Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“
Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira