Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 14:03 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sagði nefndina hafa unnið gott starf og ítrasta tillit hafi verið tekið til óska minnihlutans fyrir utan álit fjögurra framhaldsskólakrakka sem augljóslega hefðu verið handbendi minnihlutans. vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira