Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 14:03 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sagði nefndina hafa unnið gott starf og ítrasta tillit hafi verið tekið til óska minnihlutans fyrir utan álit fjögurra framhaldsskólakrakka sem augljóslega hefðu verið handbendi minnihlutans. vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira