„Strákar verða að sýna tilfinningar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2025 22:46 Sölvi Steinn Ingason, fimmtán ára. vísir/bjarni Táningur sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Píeta samtakanna hvetur aðra stráka á sínum og aldri og raunar alla til að tala um tilfiningar sínar og leita sér hjálpar í auknum mæli. Alltof margir séu hræddir við að sýna tilfinningar. Hinn 15 ára Sölvi Steinn Ingason ætlar að fara heldur óhefðbundna leið að undirbúning sínum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar. Hann hefur heitið því að æfa sig ekki fyrir stóra daginn í ágúst heldur taka hlaupið á hausnum. Fréttastofa hitti á Sölva á skólahreystisbraut skammt frá hlaupasvæði en Sölvi sagðist ekki ætla að eyða miklum tíma þar í sumar. Spjallið við Sölva má sjá í spilaranum hér að neðan. Lætur ekki astma stoppa sig Sölvi hefur áður mest hlaupið tólf kílómetra og hefur ekki æft neina íþrótt í um ár. Þrátt fyirr það kveðst hann ekki hafa áhyggjur af maraþoninu. „Ég er með astma, ég tek það fram. En það er ekkert að stoppa mig. Bara kýla á þetta.“ Innblásturinn fékk hann frá Einari Hansberg sem æfði í heila viku á síðasta ári og 50 tíma samfellt tveimur árum fyrir það til styrktar Píeta. Sölvi hleypur einnig til stuðnings Píeta eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar raunir. „Fyrir ári síðan, akkúrat myndi ég segja, um þetta leyti. Þá var ég alveg á botninum í mínu lífi. Síðan þróaðist það út í það að ég leitaði mér hjálpar. Svo ári síðar var ég bara; Vó tíminn er svo fljótur að líða. Tíminn er fljótur að líða þegar maður vinnur í sjálfum sér.“ Alltaf von handan við hornið Hann hvetur aðra unga stráka til að huga meira að andlegri heilsu. „Mér finnst bara að strákar verða að sýna tilfinningar. Maður sér svo oft einhvern labba og bara það er ekkert að mér. Skilurðu? En það er alltaf þannig. “ Myndirðu vilja hvetja stráka til að leita sér hjálpar í auknum mæli? „Bara algjörlega. Ekki hika við það! Það er betra að leita sér hjálpar. Það er alltaf von. Bara eins og stendur hérna. Það er alltaf von og þú kemst í gegnum þetta.“ Hlaup Heilsa Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Hinn 15 ára Sölvi Steinn Ingason ætlar að fara heldur óhefðbundna leið að undirbúning sínum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar. Hann hefur heitið því að æfa sig ekki fyrir stóra daginn í ágúst heldur taka hlaupið á hausnum. Fréttastofa hitti á Sölva á skólahreystisbraut skammt frá hlaupasvæði en Sölvi sagðist ekki ætla að eyða miklum tíma þar í sumar. Spjallið við Sölva má sjá í spilaranum hér að neðan. Lætur ekki astma stoppa sig Sölvi hefur áður mest hlaupið tólf kílómetra og hefur ekki æft neina íþrótt í um ár. Þrátt fyirr það kveðst hann ekki hafa áhyggjur af maraþoninu. „Ég er með astma, ég tek það fram. En það er ekkert að stoppa mig. Bara kýla á þetta.“ Innblásturinn fékk hann frá Einari Hansberg sem æfði í heila viku á síðasta ári og 50 tíma samfellt tveimur árum fyrir það til styrktar Píeta. Sölvi hleypur einnig til stuðnings Píeta eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar raunir. „Fyrir ári síðan, akkúrat myndi ég segja, um þetta leyti. Þá var ég alveg á botninum í mínu lífi. Síðan þróaðist það út í það að ég leitaði mér hjálpar. Svo ári síðar var ég bara; Vó tíminn er svo fljótur að líða. Tíminn er fljótur að líða þegar maður vinnur í sjálfum sér.“ Alltaf von handan við hornið Hann hvetur aðra unga stráka til að huga meira að andlegri heilsu. „Mér finnst bara að strákar verða að sýna tilfinningar. Maður sér svo oft einhvern labba og bara það er ekkert að mér. Skilurðu? En það er alltaf þannig. “ Myndirðu vilja hvetja stráka til að leita sér hjálpar í auknum mæli? „Bara algjörlega. Ekki hika við það! Það er betra að leita sér hjálpar. Það er alltaf von. Bara eins og stendur hérna. Það er alltaf von og þú kemst í gegnum þetta.“
Hlaup Heilsa Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira